Nú skilur maður hvernig jólasveinninn hefur efni á öllum þessum gjöfum:
Rændi banka í gervi jólasveins
Bankaræningi, í gervi jólasveins, rændi banka 50 km suðaustur af Pittsburgh í Bandaríkjunum á mánudag. Ræninginn, sem einnig var með rauðan poka á bakinu, gekk upp að gjaldkera í bankanum, sýndi honum skammbyssu sína og krafðist fjármuna úr peningaskúffunni. Bankaræninginn komst undan í bifreið með ótilgreinda upphæð í fórum sínum. Enginn særðist í ráninu.
|