sunnudagur, desember 21, 2003
|
Skrifa ummæli
Næsti dagur - föstudagurinn. Dagurinn var allur í upplausn - vann hálfan daginn og tók frí hinn helminginn. Þegar ég var í vinnunni þá var ég að hreinsa upp mistök annarra og því frekar þreytt dæmi. En dagurinn leið og stefndi ég á Frostrósir um kvöldið með S, HS, EE og JG. Nú ég klæddi mig upp fyrir kvöldið - keyptum pils á EE þar sem við vildum vera uppáklædd fyrir kirkjuna og spilið. Ætlaði svo að kíkja í bæinn með fólkinu og fá mér einn tvo bjóra.
Nú smá lýsing á tónleikunum, en þetta voru bara ansi magnaðir tónleikar - hin skemmtilegasta skemmtun. Dífurnar 5 voru stórglæsilegar og verð ég nú að lýsa aðeins nánar hvernig ég upplifði þær.
Ragnheiður Gröndal - var eins og dúkka, alger dúkkukjóll og var hún í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég stefni að fara á djasstónleika með henni í framtíðinni, hefur skemmtilega rödd, öðruvísi en hinar stúlkurnar, meira djassaða.
Védis Hervör - var eins og drottning þarna, glitraði frostið á hálsi hennar svo skemmtilega að maður gat ekki annað en dáðst af henni. Söngur hennar var svo sem ekkert rosalegur, þ.e. hún rann í gegnum öll lögin mjög skemmtilega og professional.
Margrét Eir - hún átti sviðið þegar hún kom upp og síðasta lagið sem hún söng með Maríusi var alger snilld, ég held að Jói hafi meira að segja fellt tár þegar hann heyrði lagið. Já hún var eitthvað svo sophisticated of flott þarna uppi.
Guðrún Árný - hún var nú sú sísta, röddin í henni var smá jarmandi, þ.e. þegar ég var að hlusta á hana þá datt mér alltaf sínusbylgjur í hug. En þetta var sexý gellan í hópnum - var svona friský og skemmtileg en söngurinn var ekki alveg nógu góður.
Eyvör - Já hún var bara Eyvör með sinn special stíl - lítið hægt að bæta við þetta.

En aftur í atburðarásina, þegar við komum þá hafði S farið inn á undan og náð þessum eðalsætum þrátt fyrir að við hefðum komið seint.
Nú Hjölli mætti uppástrílaður í jakkafötum sínum, glæsilegur að vanda en Jói og frú mættu í gallabuxum - mjög pen þó en kom smá á óvart þar sem ég bjóst við að sjá Jóhann í jakkafötum.
En tónleikar liðu hratt sem segir nú ýmislegt um hvernig tónleikarnir voru og þegar við komum út þá var greinilegt að flestir voru nú ekkert að nenna mikið á röltið í bænum og því splittaðist hópurinn og heim var haldið undir sæng og gera sig andlega tilbúinn fyrir Perlukvöldið.

En látum þetta duga í bili - Perlusagan verður að bíða betri tíma, eina sem hægt er að segja um hana er að þetta tókst bara mjög vel og held ég að flestir hafi skemmt sér mjög vel - ég veit að ég gerði það.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar