þriðjudagur, janúar 16, 2007
|
Skrifa ummæli
Æfingar
Jæja nú er kallinn að reyna að standa við gefin loforð um áramótin - nú á að taka vel á því og ná að "fita" sig aðeins aftur. Er í ströngu prógrammi í Hress núna, 5 sinnum í viku og ekkert gefið eftir.
Prótín í alla mata, hafragrautur á morgnana með rjóma osfrv. Já ekki er öll vitleysan eins, fyrir ári síðan þá var maður að fara í ræktina til að létta sig nú á að þyngja sig aðeins - en vonandi bara af vöðvum.

Það er nú doldið gaman að kíkja á þennan merka stað Hress, þetta er mikið Hafnfirðingabæli, þarna lyfta FHingar flestir og svo þekkir maður andlit og andlit og andlit og andlit þarna.
Meðal annars þá rakst ég á Óðin sem var í joðinu í de gamle dage. Hann seldi víst fyrirtæki sitt um daginn og hefur það bara gott skilst mér.

Annars má maður ekkert vera að því að spjalla, maður er svo upptekinn að lyfta - áður en ég fékk smá leiðsögn frá manni sem á íslandsmet í réttstöðulyftu þá var ég eins og fiðrildi þarna í salnum, flaug á milli tækja og hékk í þeim eins og hver annar væskill - en nú eru tímarnir aðrir og það er tekið á því með stunum og látum og hlýrabolum - helst mjög þröngum hlýrabolum.

Rétt af vinnunni, þá er ég taka vel á því hér og gengur svona helvíti vel.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar