Tónlist
Eins og margir vita þá skiptir tónlist mig frekar miklu máli og eftir að ég komst í nýtt starf þá hef ég haft gríðarlegan mikinn tíma til að hlusta á tónlist aftur - ég sest í stólinn klukkan 8 á morgnanna og áður en klukkan slær korter yfir þá er ég kominn með tónlist í gang. Oft set ég mjög kraftmikla tónlist á þar sem það heldur mér vel við efnið og vekur mig vel upp. Einmitt núna er ég að hlusta á 2 lög sem bróðir minn sendi mér um daginn með hljómsveit sem heitir Chainsaws and Children sem er mjög vekjandi tónlist.
|