Vinnutengt
Svona smá update af mér í vinnu, ég kláraði fyrir jól formlega mitt "Black Belt" Lean Six Sigma þjálfun og má því kalla mig BB í framtíðinni. Nú ég er þegar að vinna í næstu verkefnum sem eru framundan og má segja að verkefnastjórnun eigi mestan minn tíma. Ég er að byrja nýtt stórt verkefni núna í mánuðnum. ég var beðinnu um að taka af mér verkefnastjórn tímabundið á verkefni sem hefur verið í pípunum í 4 ár og menn hafa trú á því að ég klári þetta núna í einum grænum - mjög jákvætt fyrir mig. Svo er að fara þjálfun á 10 manns í svokallaðri Kaizen þjálfun, en það eru svokölluð örverkefni en það eru verkefni sem eiga að geta klárast á einni viku. Fæ ég að standa að þjálfun þar og hlakkar mig mikið til þess challenge. Núna stend ég í því að endurþjálfa í strikamerkjakerfinu og stefni á að ljúka vinnu minni í kringum það kerfi í næstu viku - eftir ca. 5 ára vinnu. Já margt spennandi að gerast í vinnunni, margir sögðu að ég væri brjálaður að taka að mér verkefnastjórnun í þessu tímabundnu verkefni þar sem það er búið að vera í molum síðustu 3 ár - en ég er svoddan masochisti að ég gat ekki sleppt þessu tækifæri, annaðhvort verður þetta stórsigur eða tap, margt að vinna minna að tapa. Annars vil ég óska liverfool mönnum til hamingju með stórkostlega árangur síðustu daga :)
|
Liverpool er bara mjög gestrisið lið og hananú!
12:07 Hjörleifur
|
|