fimmtudagur, janúar 04, 2007
|
Skrifa ummæli
Kaffi París II
Framkvæmdastjóri Kaffi París sem heitir Josue hringdi í mig í gær og baðst innilegrar afsökunar á vandræðum mínum á kaffihúsinu hans (sjá færslu að neðan) og er búinn að fara yfir málin með starfsfólki sínu og skoða málið vel. Hann sagði að starfsfólkið hafi sagt að það hafi verið mikið álag á þeim og fólk þreytt eftir áramótin og það skýri þetta að einhverju leiti þó að svona eigi að sjálfsögðu ekki að geta gerst. Hann tók við kaffihúsinu fyrir mánuði síðan og er að vinna í þjónustumálunum en það hefur tekið lengri tíma en hann vonaðist eftir.

Hann gaf mér gjafabréf á staðin og fullvissaði mig um að þetta eigi ekki að geta gerst aftur og hefur tekið kvörtunina til greina og því hef ég ekkert upp á þau að klaga lengur held ég - prófa staðin eftir svona mánuð aftur og læt vita hvernig það verður hérna.

Fyrir hönd neytendahorns Slembibullsbræðra
Jói
    
Allt er gott sem endar vel.
09:57   Anonymous Nafnlaus 

Skil það mjög vel að það hafi nýr aðili tekið við staðnum. Ætli ég prófi þá ekki staðinn líka eftir ca mánuð til að taka út stöðuna.

Verð að bæta við svona í þessari veitingahúsaumræðu að ég er ekki ánægður með innanhúsbreytingarnar á kaffibrennslunni og svo hefur matseðillinn versnað til muna og ekki lengur hægt að fá sér sóðalegan hamborgara þarna, heldur er komið eitthvert heilsufæði í staðinn sem er bara ekkert í anda þess að sötra bjór. Bjór og salat passar bara einfaldlega ekki saman. En bjór og sveittur borgari með beikoni passar aftur á móti vel saman.
16:13   Blogger Hjörleifur 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar