miðvikudagur, janúar 03, 2007
|
Skrifa ummæli
Gleðilegt ár
Nú er allt hátíðarstússið svo gott sem á enda og aðeins þrettándinn eftir. Það verður að segjast að þetta eru búnir að vera letidagar og veitt svosem ekki af þeim. Mestmegnist glápt á bíómyndir og fór einnig í bíó. Sá James Bond og Eragon. James Bond var frábær eins og allir eru sammála um. Eragon var fínasta skemmtun og greinilegt að rithöfundurinn er undir miklum áhrifum frá Hringadrottinssögu. Myndin gerist í heimi þar sem að drekar og galdrastúss frá álfum kemur töluvert við sögu. Galdraorðin eru mjög germönsk og kemur þar t.d. orðið "kvistr" fyrir og þýðir kvistur í myndinni og er galdraorð til að búa til trjágrein úr engu, eitthvað sem að skógræktarfólk ætti e.t.v að kynna sér betur. Að vísu virtist mér að sú trjágrein sem varð til úr þessu væri heldur líflaus, en það má örugglega þróa þessa tækni eitthvað betur.

Svo var farið í matarboð til Pálma og Erlu þar sem borðað var dýrindis kjöt af ýmsum dýrategundum víðsvegar úr heiminum. Gamlárskvöld var svo tekið nokkuð rólega og borðuðum við Matti heima ágætasta lambalæri, fórum út á brennuna við Ægissíðuna, horfðum á skaupið, fórum svo aftur út og horfðum á flugelda og óðum í reyk heim.

Á leiðinni heim gerðist svolítið óvenjulegt. Amk hef ég ekki heyrt af svona löguðu áður. En þannig var það nú að við vorum bara á röltinu um Dunhagann og voru nú flestir búnir að skjóta upp sínu drasli, en þó voru þau enn að nokkur á Tómasarhaganum (liggur í boga á milli Dunhaga og Freyjugötu). Svo allt í einu grípur Matti um höfuð sér og þegar hann tekur húfuna af þá foss blæður úr höfðinu á honum. Við litum við en ekkert var sjáanlegt á gangstéttinni á bakvið okkur. En nokkuð ljóst að hér var um rakéttuprik að ræða sem hefur væntanlega skoppað inn í næsta garð.

Þá var ekki hægt að gera nett annað en bara drífa sig heim og hreinsa sárið, en blæðingin stoppaði fljótlega eftir að við komum heim. Sárið er samt um 2cm skurður. Við ákváðum að láta þetta jafna sig bara og settum bara eina dvd mynd (Brewsters millions) í tækið og fórum svo að sofa um 3 leitið. Alma kom svo daginn eftir og hreinsaði sárið betur og gaf holl ráð.

Það er nú alltaf sagt að fall sé fararheill og því gat árið varla byrjað betur.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar