mánudagur, janúar 08, 2007
|
Skrifa ummæli
Slappleiki og veikindi
Þetta er nú búið að vera meiri vikan hjá mér, strax á gamlársdegi var ég eitthvað slappur og endaði kvöldið fljótt með því að ég var kominn undir sæng fyrir 2 um nóttu. Þegar líða fór á vikuna varð ég slappari og slappari og náði hámarki á miðvikudegi og fimmtudegi - þetta er það sem búið að hrjá mig undanfarna 8 daga:
8 dagar - kvef
4 dagar - hálsbólga
5 dagar - hausverkur
5 dagar - hósti

Í dag er ég mættur enn og aftur til að vinna - ég fór í vinnuna alla daga í síðustu viku þar sem ég hélt alltaf að ég væri að verða betri, en svo var alls ekki, á miðvikudag var líkaminn hér en ekki í anda.

Einnig hefur verið að hrjá mig netleysi heima, er búinn að vera netlaus í rúmann mánuð núna og er að verða geðveikur á því, hringdi í síðustu viku og bað um símvirkja og var lofað á fimmtudegi, svo hringdi ég á föstudegi og spurði hvar hann væri, þá var mér sagt að ég ætti að fá hann á laugardegi, nú er kominn mánudagur og enginn helv.... símvirki.
Nú þarf ég að hringja aftur og fá enn eina lygina frá ogvodafone.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar