þriðjudagur, janúar 16, 2007
|
Skrifa ummæli
Ferðalög og annað búx
Við Sonja erum aðeins byrjuð að ræða um Indlandsferðina sem við vorum að pæla í að fara í á þessu ári og gerum við núna ráð fyrir að fara í haust. Fyrstu helgina í september förum við í brúðkaup í Róm hjá vinkonu Sonju sem er að fara að giftast Ítala og vonandi hittum við einhverja fræga knattspyrnumenn og celeb í giftingunni því þau þekkja slatta af fólki af því sauðahúsi. Við vorum að gæla við að vera kannski í viku í Róm og skoða borgina eða jafnvel leigja bílaleigubíl og keyra um og skoða þorp o.flr. Núna erum við hinsvegar að spá í að vera bara stutt í Róm og fara kannski þaðan til Indlands ef það er hægt að gera það á auðveldan hátt og dvelja í Indlandi í svona 2 mánuði eða jafnvel lengur. Við höfum ekki alveg ákveðið hvert í Indlandi við förum en John Isaac var að bjóða okkur að vera kannski með honum í viku í Kashmir en hann er að vinna að bók um svæðið, og gæti það verið mjög spennandi.

Fyrstu hugmyndir voru að fara til Indlands núna á fyrri helmingi ársins en ég er að vinna að bók með nokkrum aðilum sem mun koma út í apríl og mun ég segja meira frá henni síðar.

Ég veit ekki hvað verður um fyrirhugaða ferð okkar félaganna á leik Barcelona - Real Madrid - Hjölli svarar ekki fyrirspurnum okkar í tölvupósti og það þýðir sennilega bara eitt ef ég þekki hann rétt.

Við Sonja erum síðan að gæla við að kaupa okkur Suzuki Grand Vitara á vormánuðum og ferðast mikið um landið í sumar - sérstaklega Vestfirði.
    
Allt að gerast hjá þér greinilega - líst rosalega vel á þetta hjá þér - Indlandsferðin hljómar mjög spennandi

Einnig hlakkar mig til að heyra meira um bókina...
08:25   Blogger Árni Hr. 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar