miðvikudagur, janúar 15, 2003
|
Skrifa ummæli
Tók mér frí á mánudaginn og slappaði af og fór svo og fjárfesti í örbylgjuofni. Í gær gleymdi ég alveg að blogga því ég var bara að hugsa um hvað ég ætlaði að hafa í kvöldmatinn og endaði með því að kaupa mér einhverskonar kjötloku sem hægt var að setja í örbylgjuofninn og svo hef ég einnig hitað svolítið af mjólk til að búa til heitt kakó. Já það má svo sannarlega segja að tæknin mjakist inn á heimilið mitt, en næsta tæki verður ábyggilega uppþvottavél, en ég hef séð svoleiðis á tæpar 30þús í stórri tækjabúð í Kópavoginum.


Nú vantar mig bara góðar örbylgjuofnauppskriftir
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar