fimmtudagur, janúar 02, 2003
|
Skrifa ummæli
Nú eru alþingiskossningar í vor og ætla ég að koma með svolítið skemmtilegri tillögu heldur en þessa venjulegu og finnst mér að á kossningadaginn ættu frambjóðendur að kissa aðra frambjóðendur og fá þeir 1 stig fyrir að kissa gamalmenni (þar sem að það er svo mikið af þeim), 2 stig fyrir að kissa gagnstæða kynið og 1 aukastig ef sá/sú er amk. 10 árum yngri og 4 aukastig ef sá/sú er 50 árum yngri, 5 stig fást fyrir að kyssa sama kynið (aukastigin eru þau sömu og í gagnstæða kyninu) og svo eru það bara þeir sem eru með flest stig fá að vera á alþingi næstu 4 árin. Það væri jafvel hægt að hafa þetta á Laugardalsvellinum og sýna þetta svo bara í beinni í sjónvarpinu eins og venjulega. Er ég nokkuð viss um að við fengjum mun betri alþingismenn, þar sem að þeir þurfa að vera í góðu formi og því líklegri til að geta tekist á við þjóðfélagsvandann.

Í framhaldi af þessu þá dettur mér í hug þetta ljóð sem ég heyrði Jón Gnarr flytja í útvarpinu fyrir nokkrum árum, en það er svona:

Á alþingi eru fasistar
sem ekkert er'að gera
eru þeir kannski nasistar
sem taka á og skera
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar