Var smá vinnudjamm í gær, en ég lét mér nægja 2 bjóra. Er samt allur að koma til og hver veit nema ég verði skellandi Tequila drykkjum í mig hægri, vinstri áður en nokkur veit af.
Fór í 10/11 kl. 21:30, eftir vinnuna í gær og ætlaði að kaupa mér eitthvað að borða. Ég sá einhverja nýja skyndibita sem heita Gauja bitar (eftir Gauja feita), sem eru allskonar grænmetisréttir o.flr. Ég var næstum því búinn að spyrja afgreiðslustúlkuna hvort þau ættu ekki Gauja hamborgara, en fattaði síðan að það væri líklegast ekki til.
|