laugardagur, janúar 04, 2003
|
Skrifa ummæli
Gærkvöldið var ágætlega heppnað. Byrjað með smá bjór heima á meðan ég beið eftir að Jói pikkaði mig upp og svo var drukkinn aðeins meiri bjór heima hjá Jóa þangað til að Pálmi kom, en þá var haldið af stað í Diskókeilu í Öskjuhlíðinni. Í keilunni var skipt í tvö lið á tveim brautum. Einnig var keppt svona eins og gert er í liðakeppni í skák og var það ágætis fyrirkomulag.
Eftir Diskókeiluna var svo haldið á A Hansen og verður að segjast að það var ekki mikið um að vera, en úr því að við vorum komin alla þessa leið, þá var ákveðið að fá sér einn bjór.
Ég og Jói fórum svo aftur í menninguna en hin fóru bara heim (eða eitthvað). Við skunduðum inn á Nelly's og fengum okkur einn bjór, en það var bara svo leiðinlegt þarna inni að við ákváðum bara að fara. Bærinn var alveg dauður, svo þá var ekkert eftir nema bara að skella sér á Subbarann og fara bara heim, éta og sofa.
Einhverra hluta vegna þá hef ég ekki verið í neinu sérstöku stuði í dag og er bara frekar leiðinlegt að vera í vinnunni núna svo ég er nú bara að spá í að fara heim og gera eitthvað annað.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar