þriðjudagur, janúar 07, 2003
|
Skrifa ummæli
Annars fórum við Hjörleifur Sveinbjörnsson á Snóker- og Poolstofuna í Lagmúla 5, á laugardaginn. Þetta var rannsóknarleiðangur því við höfum lengi planað að athuga hvernig þessi staður er í samanburði við aðrar búllur, og þá sérstaklega búlluna okkar.
Við tókum þar 4 leiki sem ég vann alla, þannig að borðin eru a.m.k. bein og kjuðarnir góðir. Staðurinn er mjög stór og er c.a. helmingur pool og hinn helmingurinn tileinkaður hinni óæðri íþrótt/leik snóker. Síðan er risatjald og flott sófasett fyrir framan það (ásamt sjónvörpum sem eru dreifð slembið um salinn), og spurning hvort þessi staðurinn myndi ekki henta ágætlega fyrir þá knattspyrnuleiki, sem ekki er horfandi á nema með öðru auganu.
Mikil kynjaskipting er inni á staðnum og varð Hjörleifi að orði að þetta væri ekki staðurinn til þess að reyna við stúlkur, og var ég honum hjartanlega sammála í því!
Við mættum um 9:30 og þá var engin bið, en það virtist vera komin eitthvað meiri traffík klukkustund síðar þegar ég gekk sigri hrósandi út af staðnum en Hjörleifur eitthvað niðurlútur. Ég mæli því með því fyrir trygga lesendur mína að mæta ekki seinna en kl. 10, ef hugmyndin er að kíkja í ballskák að helgi til.
Staðsetning staðarins er mjög skrítin, því að þetta er í einhverju iðnaðarhverfi og inngangurinn er frekar ósnyrtilegur og lætur lítið yfir sér. Frekar óskemmtileg aðkoma að svona stórum stað.
Staðurinn fær reyndar plús fyrir það að hafa Egypskt þema, því þar eru ótal myndir á vegg með egypskum papírus myndum.
Staðurinn fær því 2 drullukökur frá mér af 4 mögulegum **
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar