Annars verð ég að viðurkenna að ég stal vörum úr kjörbúð í gærkvöldi, óviljandi þó. Ég var að kaupa eitthvað drasl og eitt af því voru 3 kringlur í poka, og ég hélt á þeim framhjá kassanum og lét allt annað dót á borðið hjá afgreiðslustúlkunni. Ég tók síðan ekki eftir þessu fyrr en ég var að labba út, og ákvað að segja henni ekkert frá þessu til að losna við fangelsisvist.
Ég er hinsvegar ekki frá því að kringlurnar hafi verið óvenju gómsætar, og með betri kringlum sem ég hef smakkað .... hvað segir það okkur?
|