laugardagur, janúar 11, 2003
|
Skrifa ummæli
Þegar ég bjó á Laugaveginum fyrir nokkrum árum síðan fór ég í eitt sinn niður í ljósmyndastofuna á Hverfisgötu. Ástæðan fyrir því var sú að ég var að fara til útlanda og vantaði nýja passamynd í passann minn. Það var ung og hugguleg stúlka sem leiddi mig þar inn í bakherbergi þar sem ég settist á stól og hún fór að fikta við græurnar. Þegar síðan allt var tilbúið fór hún að stilla mér upp og tók síðan fyrstu myndina og sagði síðan: "Glaður nú!", og ég brosti aðeins. Hún tók aðra mynd og sagði: "Já, glaður!", og ég brosti enn meira, og hún tók mynd. Síðan sagði hún í þriðja skiptið: "Já, glaðari!", og þá sagði ég: "Bíddu, ertu ekki örugglega að segja glaður"?
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar