föstudagur, janúar 10, 2003
|
Skrifa ummæli
Sá sem sagði að lífið væri slembið hafði rétt fyrir sér, mér líður eins sínusbylgju þessa dagana (eða var það cosinus).
Eina sem er gott að vita er að dagarnir lengjast með hverjum degi og það styttist í næstu jameson hringferð.
Fer á double date í kvöld með Nonna og Rakeli, ég ákvað að reyna að lyfta mér upp og skella mér á Analyze that.

Hitti annars Jóa á fundi í dag þar sem þeir komu ágætlega út úr þeim fundi - alltaf erfitt að hitta menn sem vita nákvæmlega alla pitti framleiðslunnar og vera að ræða um framleiðslumál og vandamál við þá. Annars komu strákarnir frá AGR ágætlega út, töluðu þegar þeir áttu að gera það og þögðu þegar þeir áttu að gera það (það voru tveir sem voru duglegir að tala á fundinum fyrir). Reyndar minntu strákarnir mig á Sólstrandargæjana, stuttermaskyrtur og bros og brattir. Reyndar hafði Jói vinningin þar sem hann var í mjög smart skyrtu.
Ég vona að Deltan muni raka inn pening fyrir AGR - ég ætla þó að fylgjast mjög náið með framgangi kröfulýsingarinnar, mest til að læra hvernig svona kröfulýsing er gerð osfrv. Ég ætla því að ræða þetta í tíma og ótíma við Jóhann þar til í lok mars... og hana nú..
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar