Sálfræðingurinn Carol Rothwell segist hafa fundist reikningsformúluna að hamingju. Formúlan er: P+(5E)+(3H). P stendur fyrir persónueinkenni eins og lífsviðhorf og aðlögunarhæfni. E táknar þarfir okkar í lífinu, eins og heilsu, peninga og vini en H táknar aðra eiginleika eins og húmor og sjálfsmat. Formúlan er mynduð í kjölfar niðurstaðna könnunar þar sem rúmlega þúsund manns tóku þátt.
|