laugardagur, janúar 11, 2003
|
Skrifa ummæli
Sit hérna uppi í þjóðarbókhlöðu og netast. Spurning að blogga aðeins í ljósi þess að ég komst á netið í tölvunum hérna.
Ég er búinn að vera í mjög miklum heimspekilegum pælingum hérna í dag, og er það kannski einhver leið hjá mér til þess að sleppa því að læra stærðfræðina.
Þetta byrjaði með því að ég las morgunblaðið (já, ég las það). Þar var minningagrein um stúlku sem var 29 ára, sem ég las. Yfirleitt les ég nú ekki slíkar greinar, en myndin af henni vakti áhuga minn, því þetta var myndar stúlka og hafði augljóslega dáið ung. Þessi grein var eftir fullorðna frænku hennar eða ömmu hennar, eða eitthvað slíkt og ég varð mjög sorgmætur að lesa greinina, og varð svona einhvernvegin meir (er byrjaður að taka eftir því meira eftir því sem árin líða hversu viðkvæmur ég er í raun).
Síðar í dag fór ég í apótek niðri í bæ, því ég var með hausverk, og þar fyrir utan voru Lalli Jones og vinir hans eitthvað að tuða í hvorum öðrum. Þetta voru svona 6-7 manns, flest karlmenn og allt svona útigangsfólk. Ég fór að hugsa um það hvað maður væri í raun heppinn að vera með allt lífið fyrir framan sig ( - 30 ár ) og það eru í raun allar leiðir opnar fyrir mann og maður getur í raun gert það sem maður vill, og hefur allar forsendur til þess að vera mjög hamingjusamur. Þetta fólk fyrir utan apótekið er búið að klúðra sínu lífi, og er líklegast búið að brenna allar brýr að baki sér, og erfitt fyrir það að breyta því sem komið er. Maður veltir því fyrir sér hvort þetta fólk spái í svona hlutum, eða hvort það sé (eða haldi) að það sé bara nokkuð sátt við lífið og tilveruna.
Síðan fór ég aftur upp í hlöðu og fékk mér kaffibolla, og settist út í horn og sat þar í c.a. 40 mínútur og var bara að spá í fólkinu sem var að fá sér veitingar. Sumt fólk sem heldur til hérna er frekar skrítið, þ.e. gamlir skeggjaðir karlar, eldri bitrar konur, ungar menntaspírur o.s.frv. Gaman að spá í svona persónum.
Annars er hausverkurinn að fara núna (smá vottur að mígreni samt að gera vart við sig), og ég er bara nokkuð sáttur. Held bara að ég sé bjartsýnn fyrir prófið á mánudaginn (er reyndar oftast bjartsýnn fyrir próf) og síðan fæ ég kannski heimsókn um 17 leitið í dag, sem verður fínt.
Jæja, stærðfræðin bíður .... merkilegt hvað maður getur fundið sér mikið annað að gera þegar maður á að vera að læra :-).
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar