fimmtudagur, apríl 13, 2006
|
Skrifa ummæli
Páskafrí
Þá er páskafríið byrjað og vaknaði ég í morgunn um 9 leitið og kveikti þá á sjónvarpinu og horfði ég á barnaefni upp í rúmi til um 11 leitið (held ég), en í sjónvarpinu var hin stórgóða mynd Toy Story (með íslensku tali). Eftir það fór ég á fætur og setti í þvottavélina og tók til og þreif ofninn og setti í þurkarann og aftur í þvottavélina og hengdi upp á snúrur og setti svo aftur í þvottavélina og tók meira til og nú er bara orðið nokkuð þokkalegt hérna þó að ég sé ekki enn búinn, en núna lítur íbúðin ekki út eins og það hafi einhver flutt þarna inn og bara komið fyrir dótinu sínu á víð og dreif, en það er einmitt það sem ég gerði.

Svo fór ég í mat til mömmu og pabba og er núna kominn aftur heim og ætla bara aðeins að slaka á núna og gera helst ekki neitt, nema þá kannski að glápa á eitthvað í imbanum. Blanda mér kannski nokkra bleika kokteila ef ég nenni og sturta í mig bara svona til að skjóta mig upp, en ætli ég endi ekki bara með því að glápa á eitthvað bull eða skrifa bara hér einhverja vitleysu þar til nóttin verður ung og stjörnurnar losna af himinfestingunni. Svo er alltaf möguleiki á að jólasveinninn komi í heimsókn, því ég er nú með páskatré í stofunni, en það er um 2 metra hátt grenitré skreytt allskonar dóti og með rauðri páskaseríu. Já best að fara bara að ganga í kringum páskatréið mitt. Sjáumst.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar