mánudagur, apríl 03, 2006
|
Skrifa ummæli
Bíllinn minn er seldur
Seldi bílinn minn í dag. En það er nú komið ár síðan ég keypti bílinn og var þá sett á hann 700.000 kr en ég fékk hann á tilboðsverði á 530.000 kr. Nú setti ég á hann 540.000 kr. og fékk ég tilboð í hann í dag, sem var jafnframt eina tilboðið sem ég hef fengið í bílinn síðan ég setti hann á sölu fyrir mánuði síðan og var tilboðið upp á 380.000 kr. Ég vildi nú fá meira en það og sagði við bílasalann að ég vildi hels fá 450-480.000 kr. Hann hringdi svo í mig síðar í dag og sagðist vera með tilboð upp á 420.000 kr. sem ég tók. Ég tapaði því 110.000 kr. á bílnum á einu ári og er það nú bara svona óskup venjulegt.
En bílasölur hafa auglýst mikið síðastliðinn mánuðinn og hafa bílar verið seldir með miklum afslætti. Greinilegt að bílaæðið sem greip landann er byrjað að ganga til baka og verð á bílum byrjað að lækka mikið. Í ljósi þessa þá var ég bara nokkuð sáttur með að hafa getað selt bílinn.
    
Enn minnkar yfirdrátturinn :)
21:59   Blogger Árni Hr. 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar