mánudagur, maí 03, 2004
|
Skrifa ummæli
Sett inn fyrir Fúsa:

Hann kom aðeins til tals í fótboltanum í vetur. (hér er verið að tala um miðvikudagsfótboltann)

Gaddafi fékk loks að leika

Al Saadi Gaddafi, sonur Moammars Gaddafis Líbýuleiðtoga, fékk loks í
gærkvöldi að spreyta sig í ítölsku úrvalsdeildinni þegar hann kom inn á sem
varamaður í síðari hálfleik í leik Perugia gegn Juventus. Perugia vann
leikinn 1:0.
Gaddafi, sem er þrítugur að aldri, gekk til liðs við Perugia á síðustu
leiktíð en hefur ekki fengið að koma inn á fyrr en nú, þegar þrjár umferðir
voru eftir af deildinni. Gaddafi þótti ekki í nægilega góðu formi og til að
bæta gráu ofan á svart féll hann á lyfjaprófi í október og var úrskurðaður
í þriggja mánaða leikbann.

Það kom nokkuð á óvart að Gaddafi skyldi koma inn á í gær þar sem Perugia
þurfti nauðsynlega á sigri að halda enda í fallbaráttu. En Serse Cosmi,
þjálfari Perugia, sagði við ítölsku fréttastofuna ANSA að Gaddafi hefði átt
skilið að fá tækifæri.

Gaddafi var áður í stjórn Juventus og hefur oft lýst stuðningi við félagið.
En Cosmi sagðist hafa rætt við Gaddafi í vikunni og hann hafi sagt sér að
það væri draumur hans að leika gegn Juventus. Cosmi hafi ekki gefið Gaddafi
nein loforð en eftir að hafa séð hvernig leikurinn þróaðist hafi hann
ákveðið að setja Gaddafi inn á.

Gaddafi hefur áður tvívegis verið í leikmannahópi Perugia.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar