Fór í tennis í gær með Sindra. Ég taldi ekki hve marga ég vann en hann vann 3 leiki og náðum við bara góðu spili og hljóp maður út um allan völl. Ekki slæmur árangur hjá honum, miðað við að hann hefur ekki spilað þetta í alllangan tíma og var það síðast einhverntíman í gamla daga á víðistaðatúninu í Hafnarfirði, en sjálfur á hann ekki spaða.
Af THS að segja þá gekk nú ekki alveg nógu vel síðustu helgi en við náðum aðeins einni röð með 10 réttum og fengum í vinning 470 kr. Nú er síðasta helgin framundan með enska seðlinum og þýðir ekkert annað en að fá bara 13 rétta núna.
|