Í nótt var svaka partí hjá nágrönnunum fram eftir öllu og það mikið að konan á 2. hæð gat ekki sofið og hringdi í lögregluna. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum svaf ég eins og steinn, en hún á 2. hæðinni var svo elskuleg að láta mig vita að það væri partí í húsinu, hún hafði miklar áhyggjur af mér og datt ekki í hug að ég gæti sofið undir þessum hávaða, en ég leit á klukkuna þegar hún hringdi og var hún þá 03:37.
Lögreglan kom eftir dúk og disk og nú var ég vaknaður og gat ekkert sofið fyrir þessum helvítis hávaða, en eftir að löggan fór var partíið búið, en ég var svo dauðþreyttur að ég veit ekkert hvað hún gerði þarna, en það virkaði, heyrði bara að það var eitthvað að gerast.
Set þessa mynd inn hér svo menn geti áttað sig á sögusviðinu.
Ég bý í kjallaranum (undir græna þakinu) og vísar öll íbúðin mín út í garðin. Partístuðsvandamálagemlingarnir eru svo í þessu hvíta og nær íbúðinn þeirra alveg út í götu.
(myndin er stolin af borgarvefsjánni, sniðugt tól það)
|