Fékk ánægjulegt bréf inn um lúguna á föstudaginn var. En í því stóð að frá maí - sept. yrðu svolítil óþægindi í götunni, þar sem að það á að taka götuna í gegn og skipta um allar lagnir og nota þá tækifærið til að setja breiðbandið inn í hús. Svo er einnig boðið upp á að setja hitalagnir í stéttina, en við þurfum þá að borga það í húsinu sérstaklega og verður fundað um það núna eftir 15 mínútur og því þarf ég að drífa mig heim svo ég missi nú ekki af þessu.
|