fimmtudagur, maí 06, 2004
|
Skrifa ummæli
Nú er ég kominn á biðlista hjá Miðbæ

Ég prófaði fyrst Domus Medica, en þar var allt fullt og þeir taka ekki við neinum nýjum. Svo hringdi ég í tryggingastofnun, því hún á í rauninni að sjá til þess að allir hafi heimilislækni í sínu sveitarfélagi, en þar var mér bara bent á að hringja í heilsugæslustöðvar og leita sjálfur því það væri allt fullt og ekki hægt að fá heimilislækni. Þ.a. ef maður hefur heimilislækni þá á maður ekki að láta hann af hendi því þú getur ekki fengið neinn annan í staðinn. Þetta leiðir að sjálfsögðu til þess að fullt af fólki er með heimilislækna út um allar trissur því það getur ekki skipt vegna þess að Tryggingastofnun er ekki að vinna vinnuna sína og rótera þessu eftir þörfum. Vegna þessa þá er ég enn með heimilislækni í Hafnarfirði og tek þá frá pláss frá einhverjum sem býr í Hafnarfirði og einhver annar í Hafnarfirði hefur væntanlega heimilislækni í Reykjavík og tekur pláss frá mér. Þar sem að það er enginn sem sér um þetta (þó að tryggingastofnun eigi að gera það) þá endar þetta að sjálfsögðu með því að allt situr fast og enginn getur skipt.
Nú er ég kominn á biðlista í heilsugæslustöðinni Miðbær og hafði konan þar ekki hugmynd um hve lengi það tekur að komast af listanum og fá loksins lækni, en vonaðist þó til að það væri minna en hálft ár.

Jæja, ég er farinn heim núna þarf að undirbúa mig fyrir nóttina.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar