mánudagur, maí 03, 2004
|
Skrifa ummæli
Ég er enn með háls eitthvað og bryð lemsil eins og þetta væri nammi (en þetta er alls ekki nammi þó að það sé ágætt á bragðið og er í líki bróstsskykurs). Að vísu er ég búinn að borða svo mikið af þessu að ég er að fá brjóstssviða. Spurning hvort maður ætti ekki að fá sér eitthvert meðal við því. Ætli ég sé nú að festast í meðalavítahring og verði háður háls og brjóstsviðalifjum.

Annars er ekkert mikið að frétta. Varð að sleppa köfunum um helgina vegna veikinda. Nágrannakonan í sumarbústaðinum fór út með slatta af rusli í gær og dustaði af mottu og var eitthvað að laga til. Hún hefur greinilega einhverjar aðrar hugmyndir hvernig á að vera inni hjá þeim heldur en kallinn, enda var hann ekkert heima á meðan þessu stóð.

Ætli maður taki því ekki rólega núna og reyni að koma sér í lag svo maður geti skellt sér í köfun við fyrsta tækifæri. Er ekki enn búinn að prófa búninginn eftir að ég keypti hann.

Svo er ekkert að ganga í Tippfélagi Hjörleifs Sveinbjörnssonar, en við vorum bara með 9 rétta síðast og enn og aftur klikkuðum við á Blackburn leik, en Úlfarnir unnu og þá er Fiddi (Friðrik Ingi Oddson) ánægður, en við hittum hann á BSÍ á laugardagsmorguninn um hálf 11 leitið. Hann heilsaði upp á okkur og fór svo út í leigubíl, en hann nennti ekki að bíða eftir rútunni til Þorlákshafnar. Um leið og leigubíllinn keyrði af stað þá kom rútan. Fyrir þá sem ekki þekkja til Fidda, þá er hann þekktur Hafnfirðingur (í Hafnarfirði) og mikill FH-ingur. Hélt upp á 50 ára afmælið sitt í fyrra (Daginn sem FH tapaði fyrir ÍA i bikarnum) og kom þá mynd af honum í Fjarðarpóstinum.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar