Vaknaði eldsnemma í morgunn (08:15) og spratt á fætur eins og gamall kall og nuddaði stýrurnar úr augunum. Því nú þurfti ég að skreppa aðeins fyrir vinnu upp á Stórhöfða 34, þar sem pósturinn er til húsa. Fékk nebbnilega pakkatilkynningu í gær. Í pakkanum var kafarabókin "Dive Atlas of the world" og nýjasti diskurinn með The Cramps (Fiends of Dope Island), sem er alveg eins og ég var búinn að lesa um, þ.e. alveg eins og hinir diskarnir og lögin svipuð og allt það (Same as all the other albums but so what? Rating 5. 5 er mest), en hinir diskarnir hafa verið fínir svo þessi er líka alveg ágætur þó að ég sé nú aðeins búinn að hlusta á hann einu sinni nokkuð hratt.
Nú er ég semsagt að fara heim og lesa kafarabók og hlusta á The Cramps.
|