Er að bíða eftir að vinnudagurinn klárist, er ekki í stuði til að byrja á nýjum hlutum svona rétt áður en maður hættir svo nú er ég að lesa Python bók og hlusta á Pixies. Í gær pantaði ég mér 2 diska með Pixies hjá skífunni, en þeir voru á 20% netafslætti og svo senda þeir þetta til mín með pósti, en það er ódýrara fyrir mig að kaupa þetta svona heldur en að rölta bara niður í skífu og kaupa þetta þar. Skrítið að meiri þjónusta skuli vera ódýrari kostur.
|