Hér á landi er skítaveður núna - eksta vorveður með rigningu og roki. Þó er ekki kalt og er það því mun betra. Var annars að koma úr klippingu og snyrtingu, en hef ákveðið að skeggið fjúki í sumar, veit ekki alveg hvenær, en amk reikna ég ekki með að vera með skegg í Króatíu. Nú ég er að skella mér í stutta ferð til Germany á miðvikudag og kemst því miður ekki á Pixies tónleikana, reyndar reddaði ég mér miða á þriðjudeginum í staðinn og Hjölli seldi Þorkeli miðann minn og því næ ég amk að sjá tónleikana áður en ég fer. Svo fer ég af stað á miðvikudagsmorgni, verð fram á laugardag en þá flýg ég til DK og verð þar fram á mánudag og kem heim þar sem ég mun fara á Korn tónleika um kvöldið.
Nóg að gera svo sem, sama og í vinnunni en þar er ég enn einn, við auglýsum í mbl um helgina og vonandi fara að fljúga inn umsóknir strax á mánudag, enda veitir ekkert af þar sem ég er að drukkna í vinnu - en mér heyrist að fleiri séu að því.
Ég er svo sem ekki búinn að plana mikið meira fyrir sumarið en þetta - er þó að spá í að kíkja til DK í sumar, en ekkert ákveðið enn.
Nú þessi helgi hefur farið rólega af stað - hef verið að horfa á hina frábæru þætti Son of the Beach með Timothy Stack - en ég ætla að kaupa mér þessa þætti við tækifæri.
Lítið hefur heyrst frá Hjölla og nágrönnum hans, spurning hvort þeir séu i sumarfríi eða að Hjölli hafi tekið Rambo á þá.
Svo gerðist stóráfall hér í Hafnarfirðinum, hann Þórir Jónsson FHingur og Hafnfirðingur lést af slysförum á leið sinni frá Keflavík og má segja að margir séu í miklu áfalli eftir þetta, enda mikill persónuleiki þar á ferð.
|