Smellti mér á Haukar-KA leikinn í gær - stórgóð skemmtun og voru Haukarnir alltaf skrefinu framar. Að sjálfsögðu eru þeir komnir í úrslitin og næst er það að vinna Val, ætti að vera auðvelt.
Er annars kominn með nýjann síma og aftur sama gamla númerið eftir að hinn stakk af og byrjaði með einhverjum öðrum. - Nokia 6100 er nýja tækniundrið mitt, þetta kom svo sem á ágætis tíma þar sem hinn síminn var orðinn erfiður og á dagskrá að fá sér nýjann síma.
|