Tónleikar ársins. Ef einhver segir að einhver hljómsveit sé betri en Pixies þá hefur hann/hún bara ekki hlustað nógu mikið á Pixies, en það er bara ekki hægt að gera betur.
Þessir Pixies tónleikar voru alveg frábærir og liggur við að maður hafi bara kunnað öll lögin, enda var þetta 99% af Surfer Rosa og Doolittle, þar sem ég hef mjög lítið heyrt í Trompe le Monde þá var ég ekki með alveg á hreinu hvað fyrsta aukalagið var, en grunaði þá að það væri af þeim diski. Maður var nú svektur þegar hljómsveitin hætti á sínum tíma og man ég eftir að við strákarnir töluðum um það á Flensborgarárum að Pixies væri sennilegast sú hljómsveit sem maður mundi mest vilja sjá af öllum sveitum og svo hætti hún bara, en kom aftur eins og tíminn hafi staðið í stað allan þennan tíma.
Þegar ég kom svo heim í gær þá setti ég Doolittle á fóninn (já ég er með vínilplötu) og plöggaði hedfónunum í sambandið og hækkaði ágætlega og þegar fyrri hliðin var búin og ég var að snúa plötunni við tók ég eftir því að það heyrðist enn í hátölurunum, en ég gleymdi að snúa einum takka sem segir að það eigi aðeins að heyrast í hedfónunum, svo ég hef nú sennilegast haldið ágætis Pixies tónleika fyrir alla í húsinu, en það kvartaði enginn, því þetta er jú langflottasta hljómsveitin sem hefur stigið á stokk fyrr og síðar.
|