sunnudagur, maí 02, 2004
|
Skrifa ummæli
Fór í gær í bíó og sá Kill Bill part 2 - stórgóð mynd og skil ég vel allt þetta umtal í kringum hana. Mæli eindregið með þessari mynd, stórskemmtilegar persónur og ekki verra að þarna er nettur splatterfílíngur í gangi.

Á leiðinni heim þá ákváðum við hjónakornin að kíkja á vídeóleigu þar sem ætlunin var að taka mynd til að sofna yfir ásamt einni flottri mynd fyrir nýju græjurnar. Nú fyrir valinu varð The Golden Medallion með Jackie Chan og Godzilla fyrir græjurnar.
Nú við byrjuðum á að kíkja á Jackie Chan og get ég ekki annað sagt en að hann er búinn að vera, þokkalega það. Þessi mynd var hörmuleg, við hættum við 34% af myndinni (ég kláraði hana í morgun samt) og er hann bara orðinn of gamall fyrir þetta, nú er hann hættur að nota skemmtileg stunt atriði og er kominn út í flugatriði í strengjum sem mér finnst alls ekki henta honum. Þetta er að vissu leiti mikill sjónarsviptir í kvikmyndum.

Nú til þess að bæta upp leiðindin í gær þá kíktum við á Godzilla í fullu blasti í græjunum og það er alveg hægt að segja það að þær eru að virka - alveg magnaðar. Ég veit ekki hvort ég hafi veitt hljóðinu meiri athygli eða myndinni.

Svona rétt til að ljúka þessu þá hef ég verið að prófa tónlistina mína í græjunum og get ég sagt að industrial tónlist á bara að vera í surround kerfi - annað er móðgun við lagahöfunda.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar