sunnudagur, maí 02, 2004
|
Skrifa ummæli
Í dag vaknaði ég snemma - ætlaði í vinnuna, annan daginn í röð og sennilega annar dagurinn í röð þar sem ég ákvað að fara ekki. Ætla hins vegar að skella mér í sund á eftir, raka mig og liggja í pottinum og fara í gufu. Þegar því lýkur þá ætla ég að skella mér á Haukaleikinn, en þar keppa Haukar-KA í oddaleik en KA hefur einmitt verið spáð sigri þ.a. þetta verður erfiður leikur held ég.

Á morgun mun ég setja auglýsingu til Hagvangs vegna starfs innan minnar deildar, er með nokkrar umsóknir en leist ekki nógu vel á þær og mun skila þeim til baka á morgun.

Núna er svo listahátíðin að byrja og stefni ég á að fara á nokkra atburði þar - svona til að víkka sjóndeildarhringinn. Ég sé fram á að það verði mikið að að gerast helgina 14-15 maí en þá hátíðin í hámarki, Eurovision er á laugardeginum og á föstudeginum er eitthvað Pharmaco dæmi þ.a. nóg verður að gera.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar