fimmtudagur, maí 06, 2004
|
Skrifa ummæli
Picasso-málverk á 7,6 milljarða.

Kraftwerk tónleikarnir í gær voru bara ansi góðir og betri en ég bjóst við. Samt fannst mér á köflum eins og lögin væru nákvæmlega eins og þau voru á plötunum fyrir 25 árum síðan og engin framför hefði verið á lögunum. Í heildina flottir og skemmtilegir tónleikar og frábært þegar vélmeninn komu á sviðið í laginu "We are the Robots".

Í dag þarf ég að vera ansi duglegur til þess að klára allt sem þarf að klára fyrir utanlandsferð. Flugið er síðan kl. 9 í fyrramálið og ætlar Hjöllinn minn að keyra okkur, enda fær hann að hafa bílinn í láni í mánuð í staðin.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar