Porn
Þegar ég var að bíða á Stansted flugvelli í fyrradag þá ætlaði ég að kíkja á slembibullið og þá var mér ekki hleypt á síðuna þar sem að hún var listuð sem hugsanleg klám síða og ég sem var búinn að eyða heilu pundi í þetta net fyrir aðeins 10 mínútna notkun. Því næst ætlaði ég að reyna að sjá hvernig úrslitin í borgarstjórnarkosningunum hefðu verið og tókst mér ekki að finna neitt út úr því, en næsta sem ég komst því að komast að þessu var á vefnum kosningar.is en það var of flókið að finna úrslitin fyrir 2006 að 10 mínútur dugðu ekki (setti annað pund í tölvuna) en ég fékk hins vegar upp úrslitin árið 2002. Svona er hægt að drepa tímann á flugvellinum, með leiðinda netþjónustu sem hirðir allt klinkið af manni á svipstundu.
|