Púki
Púki litli er skrítinn fugl (eða réttara sagt kanína) og er Sonja að reyna að ala hann upp. Hann er mjög gjarn á að naga klæðnað og vill ekki naga það sem við látum hann fá. Eins er honum mjög illa við að labba á parketinu hjá okkur og labbar bara á teppum - spurning hvort hann sé konungborinn. Hérna er Sonja með Púka úti á svölum í fyrsta skipti sem hann fær að leika sér úti. Hann hafði gaman af því að labba um svalirnar. Hérna liggur hann uppi á sófanum og lætur fara vel um sig en honum finnst mjög gaman að stökkva upp í sófa og hlaupa þar upp og niður. Verst er að hann vill naga sófann en við erum að reyna að láta hann hætta því. Þetta blögg er sérstaklega skrifað fyrir Sigga, fyrrum yfirgagnrýnanda, og krefst ég þess að hann gagnrýni þetta mannlega blögg.
|