fimmtudagur, júní 15, 2006
|
Skrifa ummæli
Simon og Garfunkel
Er að hlusta á þessa stórkostlegu plötu "Ballad of the broken seas" með Isobel Campbell og Mark Lanegan.
En þar er lag sem heitir Black Mountain og er þetta lag undir mjög miklum áhrif af lagi sem heitir Scarborough affair með S&G. En þetta er ekki eina hljómsveitin sem hefur fengið "lánað" eitt af fallegustu stefum tónlistarinnar þar sem ekki minni hljómsveit notaði þetta í lagið sitt Elizabeth Dear - sem er í raun bara blatant ripoff eða óður til S&G.

En ég held að þessi plata sé með því betra sem ég hef heyrt lengi - og þar sem Isobel er nú hluti af Belle and Sebastian (sem ég er þarf að fara að hlusta á) þá get ég nú ekki annað en hlakkað til að sjá þessa merku söngkonu (reyndar er hún titluð former singer of B&S - vona að svo sé ekki - en þeir sem þekkja til mega endilega bæta inn athugasemd).
    
Gat ekki beðið - sá að Isobel er farin úr B&S - ekki slæm sólóplata hér á ferð. Þ.a. maður þarf að hlusta á nýjustu B&S plötuna til að heyra í hvaða stefnu þau hafa farið.
Einnig gleymdi ég að nefna að ég sá Mark Lanegan einu sinni syngja með Queens of the Stone Age - þessi kappi er töffari, það er óhætt að segja..
09:27   Blogger Árni Hr. 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar