þriðjudagur, nóvember 18, 2003
|
Skrifa ummæli
Jæja, vorum 4 í tennis í gær og Hlynur vinnufélagi minn var sá fjórði. Hann tók mig í aukatíma í Aðgerðagreiningu og fór yfir næstum allt efnið og kann ég honum bestu þakkir fyrir. Hann var nú bara skrambi góður í tennis, þó hann hafi nánast ekkert spilað áður, og líklegast betri en Pálmi og Oddur til samans.
Annars er merkilegt að Hlynur hefur þá mætt oftar en Pálmi sem hefur aldrei mætt. Það var maður, sem við spjölluðum við í hádeginu, að segja okkur frá því að hann er í fótbolta með 7 öðrum félögum sínum á fimmtudagskvöldum. Þeir hafa verið í þessum bolta í 13 ár og það hefur í mesta lagi klikkað 5x að einhver hafi klikkað eða ekki fundið skiptimann fyrir sig. Það er greinilega allt hægt ef viljinn er fyrir hendi. Spurning hvort við ættum að koma upp kerfi þar sem menn verði að redda manni ef þeir komast ekki?
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar