Nú er ég loksins búinn að setja inn linkana mína. Það var svolítið erfitt og uppgötvaði ég þá að ég er bara voða lítið í netflakkinu þar sem að google getur svarað flestu sem ég þarf á að halda. En svo er ég náttúrulega mest á lokuðum síðum hér á veðurstofunni, þar sem að netið er nú svo mikið notað í vinnunni og sennilegast nota ég nú bara netið mest í vinnutengdri upplýsingaleit.
|