Fór í bíó í gær, kíkti á Matrix 3 með Bubba félaga mínum. Ekki var ég nú hrifinn, eins góð og mér fannst nr. 1 vera þá fannst mér 2 og 3 frekar slappar.
Nýjasta myndin er mjög svipuð nr. 2 í gæðum, frekar þunnur söguþráður en flott atriði en það er einmitt það sem 2 og 3 stíluðu upp á, flott atriði slappur söguþráður.
Ég er nú sammála því sem ég las í fréttablaðinu um daginn að Matrix hafi aldrei verið hugsuð sem trilógía, það var ekki fyrr en 1 sló rækilega í gegn að svo varð. Fyrsta myndin stendur alveg fyrir sínu frá byrjun til enda.
Já ég held ég gefi þessari mynd um 1,5 stjörnu af 4 mögulegum. Mér actually leiddist á köflum og sá ég að Bubbi var nú ekkert meira hrifinn en ég.
Fór svo og skoðaði crossarann hans, en nú er hann að reyna að draga mig út í það að kaupa mér crossara og er ég orðinn ansi heitur fyrir því. Ætla þó að fá að prófa fyrst með honum við tækifæri.
Kom síðan heim og þá hafði EE náði í DVD, en það var Identity en sú mynd er hreint út sagt snilld. Frábær mynd, frábær leikur, frábær saga.
Ég gef þessari mynd 3,5 af 4 stjörnum en ég veit að IMDB gefur þessari mynd vel yfir 7 sem er nokkuð gott. Ég ætla ekki að segja mikið meira um þessa mynd nema að kvikmyndaunnendur mega ekki láta þessa mynd fara fram hjá sér. Þarna sér maður að Hollywood getur enn drullast til að gera myndir sem virka og virka vel. Mjög lítið þannig séð sem ég get sett út á þessa mynd og er ég duglegur að skammast í Hollywood myndum þó ég horfi á þær.
Í kvöld verð ég víst að halda áfram í baðherberginu, nú er ég búinn að grunna vegginn við baðið og nú bíða 2 umferðir að vatnsmálningu sem ég ætla að ljúka fyrir helgi. Þá er bara flísalögnin eftir og nú er virkilega farið að styttast í þetta, sé fram á að geta farið í sturtu heima fyrir jól, það er amk jákvætt.