mánudagur, nóvember 03, 2003
|
Skrifa ummæli
Er þetta ekki einhvað sem væri alveg tilvalið að skella sér á, eða bara skylda.

UPPGÖTVANIR MYNDAVÉLANNA

Opinn fyrirlestur Sir Davids Attenborough í Salnum í Kópavogi

Bókaforlagið Iðunn og Endurmenntun Háskóla Íslands standa fyrir opnum
fyrirlestri Sir Davids Attenborough í Salnum, tónlistarhúsi Kópavogs,
fimmtudaginn 6. nóvember n.k. klukkan 20:30. Öllum er heimill aðgangur
meðan húsrúm leyfir

David Attenborough er löngu heimskunnur fyrir sjónvarpsþætti og ritstörf
um náttúruvísindi og hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar og heiður
fyrir störf sín. Hann hefur alla tíð haft einstakt lag á að miðla
þekkingu sinni af smitandi ástríðu og sameina fróðleik og skemmtan
þannig að einstakt getur talist. Fyrirlestur Davids nefnist
Uppgötvanir myndavélannab (Discovery of the Camera) og fjallar um þá
margvíslegu tækni sem beitt er við gerð sjónvarpsþáttanna og hvernig
þróun myndavélanna hefur leitt til nýrra uppgötvana. Fyrirlesturinn er
studdur einstöku myndefni.

Sir David Attenborugh heimsækir Ísland að þessu sinni í tengslum við
útkomu bókarinnar Heimur spendýranna, sem Iðunn gefur út. Hann mun
árita þessa nýju og glæsilegu bók fyrir þá sem þess óska, að loknum
fyrirlestrinum, í sýningarsal Náttúrufræðistofu Kópavogs, sem er tengd
Salnum.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar