fimmtudagur, nóvember 20, 2003
|
Skrifa ummæli
Dagurinn í gær var horror dagur frá helvíti - byrjaði ágætlega, ég var nokkuð ferskur til ca. 10 um morgunin en þá fóru áföllin að dynja yfir í vinnunni - ekkert gekk upp, allar forsendur sem ég hef verið að vinna með hrundu, margra daga starf farið í súginn. Þegar leið að hádegi var ég orðinn svo reiður og enginn til að taka reiðina út á (flestir í útlöndum) þ.a. ég fór niður í mat um 12:20 og var svo pirraður og reiður að ég var hálf utan við mig í hádeginu, hitt þó forstjórann og kvartaði aðeins í honum - en fór þó varlega í það.
Aðal kvörtunarefnið mitt er söluáætlunin fyrir árið 2004 - gera menn sér enga grein fyrir mikilvægi þess - ég er að reyna að skipuleggja 2004 í framleiðslu og hef í höndunum bara eitthvað eins og ég kýs að kalla það.
Nú eftir að hafa náð að borða eitthvað smá (matarlystinn minnkaði meira að segja vegna pirringsins) þá fór ég upp og ákvað að fara í eitthvað annað - en viti menn það var allt í hönk líka og þar með mjög vinnuskapandi.

Endaði með því að ég gafst upp á þessum degi snemma og var kominn heim fyrir 17.00. Þegar ég kom heim reyndi ég að róa mig aðeins en það gekk illa - var með hrikalegt tak í hægri öxl og hámaði í mig íbúfen yfir daginn og ekkert gekk. EE sagði að það væri pirrings og reiðiský fyrir ofan mig.

En hlutirnir löguðust aðeins þegar ég hitti strákana á leiknum - það var svo sem ágætt og eftir það fór ég á létta æfingu þar sem ég náði að skella mér í pott, gufu, sturtu og rakstur. Leið aðeins betur eftir það en var samt ekki alveg búinn að ná mér niður þar sem ég var orðinn pirraður út í allt aðra hluti á þeim tíma.

Lagðist upp í rúm um miðnætti setti Babes in Toyland á (tónlistina) og huggaði mig við hana. Sofnaði svo vært hreinn og í vondu skapi.
Dagurinn í dag er amk mun betri - er amk enn í góðu skapi. Einnig er ég nú sammála því sem vinkona mín sagði í sínu bloggi - kominn tími á að taka sér smá frí.

Jæja over and out í bili - alltaf að muna að það kemur dagur eftir þennan og vandamál eru til að takast á við.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar