þriðjudagur, nóvember 04, 2003
|
Skrifa ummæli
Pálmfróður says:
ein spurning til SIGGA:
Pálmfróður says:
Trúir þú á guð?
Siggi says:

Pálmfróður says:
snöggur að svara
Siggi says:
it depends
Pálmfróður says:
skrýtið svar
Pálmfróður says:
depends hvað
Pálmfróður says:
já eða nei
Siggi says:

Siggi says:
en þú
Pálmfróður says:
takk fyrir
Pálmfróður says:
já ég trúi á guð en jóhann vinur okkar gerir það ekki þó hann ætli að skíra og ferma börnin sín og gifta sig í kirkju
Siggi says:
hver er ástæða spurningarinnar
Pálmfróður says:
umræður okkar jóa um andleg málefni í hádeginu
Siggi says:
og trúir þú á guð
Pálmfróður says:
ætlar jóhann ekkert að ræða þessi mál á þessum vettvangi?
Pálmfróður says:
vísa í 5tu grein hér að ofan varðandi svar við spruningu þinni sigurður lestu svörin
Jóhann says:
nei, auk þess læt ég ekki barn mitt fermast - læt það ráða því sjálft.
Pálmfróður says:
það geri ég líka
Pálmfróður says:
ef ég hins vegar tryði ekki á guð þá myndi ég heldur ekki skíra barnið mitt
Siggi says:
er þitt svar pálmi, it depends?
Jóhann says:
auk þess geri ég ráð fyrir að leifa konu minni að ráða því hvort barn mitt muni skírast. Geri ráð fyrir að móðir og tengdamóðir fái meira að ráða um þetta en ég þannig að það er ósanngjarnt að segja að ég ætli að skíra barn mitt!
Pálmfróður says:
U svar ið var hér að ofan, "já, ég trúi á guð"
Pálmfróður says:
hmmm
Siggi says:
Jóhann ég beini næstu málsgrein til þín
Pálmfróður says:
maður myndi samt halda að þú hefðir eitthvað um það að segja
Siggi says:
Það lýsir skammsýni og heimsku að halda að upphaf og endir alls lífs í alheiminum takmarkist við þrjár víddir í okkar tíma rúmi og skynjun
Pálmfróður says:
heyr heyr
Jóhann says:
Já, ég er ekki það mikill heiðingi að ég neiti því að láta skíra, málið er bara það að ég efast mikið um þessi mál en maður getur aldrei þvertekið fyrir það að guð sé til. Þá væri ég hræsnari eins og mér finnst Pálmi að mörgu leiti vera!
Siggi says:
mér sýnist þú nefnilega vera að gangast upp í einhverjum hroka og stælum sem snúa væntanlega að því að þú sért raunsæismaður eða eitthvað álíka kjaftæði
Pálmfróður says:
eru þetta samt ekki fjórar víddir sem þú telur upp sigurður
Siggi says:
það er skilgreiningar atriði
Pálmfróður says:
hræsnin er öll þín megin jóhann í þessu máli
Siggi says:
tek undir með Pálma í síðustu línu
Pálmfróður says:
jói skrifar hratt og örugglega
Jóhann says:
Nei, Pálmi er hræsnari því hann segist trúa á guð og síðan þegar maður gengur á hann þá trúir hann ekki á neitt af þessu og veit ekki einu sinni á hvað hann trúir. Hann trúir af því að hann getur ekki afsannað tilvist guðs og þegar maður spyr hann hvort hann trúi þá ekki líka á Ásatrú, því hann geti heldur ekki afsannað það, þá segir hann bara: Já, líklegast.
Pálmfróður says:

Siggi says:
mér finnst spurninginn ekki kanski hvort þú trúir á guð sem persónu
Pálmfróður says:
ásatrú er bara ein mynd trúar, flest trúarbrögð eiga ansi margt sameiginlegt
Pálmfróður says:
nei sammála sigga
Siggi says:
er að fara á fund
Jóhann says:
Þá skil ég ekki af hverju hann lætur skíra börn sín í þessari trú þar sem hann trúir ekkert meira á boðskap hennar heldur en ása- eða búddatrú!!!
Pálmfróður says:
verður rætt um trúmál þar?
Pálmfróður says:
er þetta ekki allt partur af sömu kúnni, kristna trúin samt höfðar mest til mín
Pálmfróður says:
en ég tel að tengsl séu sterk á milli hinna ýmsu trúarbragða
Jóhann says:
Ok, búddatrú höfðar til mín og get ég þá ekki alveg skírt börn mín með ágætis samvisku?
Pálmfróður says:
þá mæli ég með að þú farir að kyrja hið snarasta
Jóhann says:
Mér finnst þú sína ákveðna hræsni með þessu tali þínu og ekki geta réttlætt þetta og það að þú kallir mig hræsnara að ætla að skíra börn mín og talar síðan eins og þú talar sínir merki um MIKLA HRÆSNI og hananú!!!
Pálmfróður says:
sé enga hræsni í orðum mínum?!?
Pálmfróður says:
er það hræsni að telja sterk tengsl milli ásatrúar, búddatrúar og kristni
Jóhann says:
Jú, að þú gagnrýnir það að ég ætli að skíra börn mín er merki um mikla hræsni þar sem þú segir öll trúarbrögð vera sama tóbakið!
Pálmfróður says:
er það hræsni að mæla með því að þú kyrjir
Pálmfróður says:
ekki öll trúarbrögð en ef þú skoðar þessi trúarbrögð þá sér maður svipaða línu í gegnum þau burt séð frá athöfnum
Jóhann says:
Af hverju höfðar þessi trú mest til þín?
Jóhann says:
Er ekki búddatrú alveg fín trú þar sem kennt er að göfga sig sem persónu, láta gott af sér leiða og ná hámarksþroska?
Jóhann says:
Er Pálmi þá ekki líka bara múslimi??
Pálmfróður says:
ég hef ekki kynnt mér búddatrú maður veit aldrei, en ásatrú og iðkun hennar finnst mér full blóðug
Pálmfróður says:
nei það held ég varla þó það sé nú mjög skylt kristinni trú
Jóhann says:
Hvað er það í þessari trú sem höfðar svona mikið til þín annars?
Pálmfróður says:
búddatrú hefur líka þann kost að þar er kennt að virða önnur trúarbrögð
Pálmfróður says:
bara general boðskapurinn
Jóhann says:
Er það þá ekki bara sú trú sem maður ætti að skoða betur?
Pálmfróður says:
hinn kristilegi kærleikur
Jóhann says:
Kristilegi kærleikur? Er ekki saga kirkjunnar og þessara trúarbragða blóði drifinn? Ætli það sé ekki meiri kærleikur í búddatrú?
Pálmfróður says:
ég er ekki viss um að það sé jafn mikil áhersla á hann í búddatrúnni hún snýst meira í að vinna út frá manni sjálfum
Pálmfróður says:
jú auðvitað hafa margir misvitrir menn gert ljóta hluti í nafni trúarinnar, maður má samt ekki fókusa á þá hluti
Pálmfróður says:
jæja þetta er orðin fullróleg umræða
Pálmfróður says:
AMEN
Jóhann says:
En er ekki þessi íslenska kirkja sprottin upp af þessari blóði drifnu kirkjusögu?
Pálmfróður says:
nei ekki rétt að taka þannig til orða
Pálmfróður says:
ég lít amk ekki á kirkjuna sem skrímsli með blóðuga fortíð´, kirkja er ekkert annað en núið að mínu mati
Pálmfróður says:

Jóhann says:
eiga þessar umræður heima á blögginu?
Pálmfróður says:
veit ekki held þær séu ekki nógu kjarnmiklar til þess en þú ræður því
Jóhann says:
kjarnmiklar? Betra samt en margt russlið sem kemur þangað inn. Held að þetta sé ágætlega kjanrmikið
Pálmfróður says:
hentu þessu þá bara inn enda á bloggið að vera til vakningar og til að vekja upp umræður í þjóðfélaginu
Jóhann says:
ok
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar