laugardagur, nóvember 22, 2003
|
Skrifa ummæli
Jæja, þá er fyrra prófið búið og það þyngra. Þessi áfangi var algjört torf og ég skil ekkert hvað ég var að hugsa þegar ég ákvað að taka hann sem valgrein. Ég var uppi í skóla til kl. 23 í gærkvöldi og mætti síðan aftur í morgun kl. 7:30 til að lesa fyrir prófið (sem byrjaði kl. 9 stundvíslega (eða allt að því (byrjaði reyndar aðeins fyrr (um svona 4 mínútur (ef ég man rétt))))). Prófið gekk svona lala, aðeins betur en ég átti von á en það er spurning hvort það dugi (fékk reyndar mígreni þegar það var svona 30 mínútur eftir). Vona að ég slefi því ég nenni ómögulega að fara að lesa þetta aftur fyrir upptökupróf.

Núna í dag ætla ég að reyna að lesa aðeins Aðgerðagreiningu og síðan fer ég í mat upp á Kjalarnes í kvöld, og síðan verður vaknað snemma til að lesa í fyrramálið.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar