föstudagur, nóvember 14, 2003
|
Skrifa ummæli
jæjja, þá er ég loksins búinn að aðlagast nýja útlitinu. Gott starf hjá listamanninum Jóa.

Í gærkvöldi fór ég út að borða á Sommelier ásamt restinni í stjórn JFÍ og Fúsa. Var maturinn bara helvíiti fínn og gott rauðvín með matnum, enda staðurinn þekktur fyrir að vera góður vínstaður. Hefði að vísu viljað fara á útgáfutónleika Dr. Gunna, en það var bara ekkert pláss fyrir þá í gær, verð bara að halda áfram að hlusta á Zombie.

Dagurinn í dag er búinn að vera gjörsamlega pakkaður og það var ekki fyrr en klukkan var orðin 7 í kvöld að ég skrapp niður í kjallara og fékk mér einn bjór og svo fórum við nokkur saman héðan frá Veðurstofunni á Nóa albinóa. Mæli hiklaust með þessari mynd. Fær alveg fullt af stjörnum af mörgum mögulegum. Eftir bíóið kom ég hingað aftur upp á Veðurstofu til að sækja hjólið mitt og tók þá eftir að ein tölvan var ekki í sambandi svo ég fór að kippa því í lag. Ég þurfti bara nauðsynlega að sækja hjólið þar sem ég ætla að vera svo duglegur að vakna snemma og hjóla suður í Hafnarfjörð klukkan 8 um morguninn. Klukkan 9 í fyrramálið er nefnilega planið að fara halda áfram í þessu köfunarstússi og verðum við í því eitthvað fram yfir hádegi. Svo verður gerð önnur atlaga að bílnum í bílaviðgerðir og reyna að lappa eitthvað upp á bremsukerfið. Þó að það sé gaman að hjóla, þá er nú samt þægilegra að keyra, sérstaklega þegar er rigning.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar