jæjja, þá er ég loksins búinn að aðlagast nýja útlitinu. Gott starf hjá listamanninum Jóa.
Í gærkvöldi fór ég út að borða á Sommelier ásamt restinni í stjórn JFÍ og Fúsa. Var maturinn bara helvíiti fínn og gott rauðvín með matnum, enda staðurinn þekktur fyrir að vera góður vínstaður. Hefði að vísu viljað fara á útgáfutónleika Dr. Gunna, en það var bara ekkert pláss fyrir þá í gær, verð bara að halda áfram að hlusta á Zombie.
Dagurinn í dag er búinn að vera gjörsamlega pakkaður og það var ekki fyrr en klukkan var orðin 7 í kvöld að ég skrapp niður í kjallara og fékk mér einn bjór og svo fórum við nokkur saman héðan frá Veðurstofunni á Nóa albinóa. Mæli hiklaust með þessari mynd. Fær alveg fullt af stjörnum af mörgum mögulegum. Eftir bíóið kom ég hingað aftur upp á Veðurstofu til að sækja hjólið mitt og tók þá eftir að ein tölvan var ekki í sambandi svo ég fór að kippa því í lag. Ég þurfti bara nauðsynlega að sækja hjólið þar sem ég ætla að vera svo duglegur að vakna snemma og hjóla suður í Hafnarfjörð klukkan 8 um morguninn. Klukkan 9 í fyrramálið er nefnilega planið að fara halda áfram í þessu köfunarstússi og verðum við í því eitthvað fram yfir hádegi. Svo verður gerð önnur atlaga að bílnum í bílaviðgerðir og reyna að lappa eitthvað upp á bremsukerfið. Þó að það sé gaman að hjóla, þá er nú samt þægilegra að keyra, sérstaklega þegar er rigning.
|