Eins og venjulega á mánudagskvöldum er tennis. Þar sem að bíllinn var bilaður þá sótti Jói mig. Hann var að koma beint úr skólanum og var eitthvað að kvarta yfir því að hann væri eitthvað slappur (var í einhverri drykkjuveislu á laugardagskvöldið) og líklegast yrði hann mjög lélegur í tennisnum um kvöldið. Ég var aftur á móti með hressara móti og fékk mér bara léttan kvöldverð (e.t.v. full mikið af m&m kúlum, en það var nú líka bara í eftirrétt).
Það var eins og við manninn mælt að ég vann fyrstu 2 leikina og svo vann Jói einn og ég þann þriðja og staðan því orðin 3-1 fyrir mér. Ekki veit ég hvað Jói var að drekka á laugardagskvöldinu, en hann sagði að síðasti drykkurinn hafi verið gin+sprite+bjór. Ekki ber á öðru en að þessi samsetning virki bara ágætlega sem hinn besti orkudrykkur því Jói vann næstu 6 leiki og staðan allt í einu orðin 7-3 fyrir Jóa. Ég tók mig þá til og vann næsta leik og staðan því 7-5. Jói vann næstu tvo leiki á eftir og ég svo einn til viðbótar og staðan orðin 9-6 fyrir Jóa og aðeins 20 mínútur eftir af tímanum. Það dugði Jóa til að vinna 4 leiki til viðbótar og endaði þetta því 13-6 fyrir Jóa.
Jói gaf það nú í skyn að hann hafi borðað fjölvítamín og gingseng fyrr um daginn og stend ég nú í viðræðum við alþjóðlegu lyfjaeftirlitsstofnunina til að athuga hvort þessi lyf séu ekki örugglega á bannlista, því þetta átti alls ekki að geta gerst. Verst að ég veit ekki nákvæmlega hvað það var sem Jói fékk sér, svo þetta verður doldið erfitt. En hér er listinn sem ég er að grúska í.
|