Það var eins gott að maður mætti snemma - þó ekki eins snemma og fólk sem var að mæta 12 tímum fyrir opnun.
En það gerir tónleikana enn betri að vita að það eru sennilega nokkrir þarna úti sem vilja komast en munu ekki komast - illa innrættur strákurinn.
Reyndar er ég með alla miðana enn - ætti að geta selt þá hæst bjóðandi, verst að ég er búinn að fá borgun frá Jóa og sennilega Hjölla.
Uppselt er á tónleika Muse í Laugardalshöll 10. desember næstkomandi. Miðasala hófst kl. 9 í morgun og var uppselt á flestum útsölustöðum á innan við klukkutíma. Það er því ljóst að Höllin verður troðfull af aðdáendum ensku tónlistarmannanna í Muse á miðri aðventunni.
|