Langt síðan ég hef sett inn mynd hérna og ætla því að setja inn mynd af Sonju sem ég lagaði smá til í Photoshop (hún var klædd sem blökkumannaleiðtogi, því hún var að fara á grímuball).  Ég fann "uppskrift" af þessari aðferð á netinu og þetta er líklegast notað mikið í tískuljósmyndum og slíku.
  
Annars fór ég upp á Kjalarnes í gær og borðaði þar stórgóðan kvöldverð, og síðan horfðum við aðeins á sjónvarpið og fórum síðan að sofa.  Núna er ég að byrja að læra fyrir prófið á morgun.
 Spurning hvort við slembarar ættum að taka saman lista af uppáhaldslinkum hvers og eins og hafa þá flokkaða undir nöfnum í hægri barnum?  Síðan er spurning að útbúa svona spurningablað fyrir hvern og einn (líkt og var í dagbókum í barnaskóla þar sem spurt var að uppáhalds lit, bíómynd, tónlistarmanni o.flr.), og birta þessar upplýsingar þegar smellt er á hvern og einn í headernum efst á síðunni.  
	 |