þriðjudagur, nóvember 11, 2003
|
Skrifa ummæli
Annars er Gubbi bróðir minn fyrir þá sem ekki vita (Siggi).

Við Hjölli áttum frábært tenniskvöld í gær og ótrúlegt hvað við erum farnir að ná upp góðu spili. Boltinn gengur oft fram og til baka endana á milli og þetta er orðið mjög skemmtilegt. Annars var ég slappur ennþá eftir helgina, og frekar óglatt eftir tvær pylsur og bjóst því ekki við miklu af mér. Ég hef hinsvegar aldrei verið í jafn góðu tennisformi og fannst ég vera léttur á mér og mikill kraftur í mér. Leikar fóru líka 13-6 fyrir mér þannig að Hjöllinn sá nú aldrei til sólar.

Pálmi fær STÓRT mínusstig í kladdann því hann var búinn að tilkynna að hann myndi mæta og lét síðan ekki sjá sig og lét ekkert vita. Maður verður alltaf jafn hissa hversu ómögulegt er hjá honum að hagræða hlutunum þannig að hann geti gert eitthvað með okkur, en það þarf víst einhvern áhuga til.

Laugardagskvöldið var mjög fínt. Fyrst kom Ánni, Sandra (vinkona Sonju sem er airobic-þjálfari) og Ívar (kærasti Söndru, sem er fjallagarpur) í mat og síðan fóru allir nema J og Á í bíó en við sötruðum bjór og hlustuðum á tónlist á meðan. Þegar S kom síðan heim var haldið í síðbúið Halloween partý hjá G (Gubba bróðir Jóa) og var þar mikið fjör og SÆ (Særún systir Jóa) og Ma (móðir Jóa) voru á staðnum. Sunnudagurinn fór síðan í það að liggja í rúminu og láta S vorkenna mér, sem hún gerði ekki, en ég braggaðist nú þegar fór að kvölda og fór í myndaleiðangur um 101.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar